HLUTVERK NEFNDA

 

 

 

Hér á eftir eru skráðar þær nefndir, sem starfa innan Rótarýklúbbsins Görðum ásamt helstu verkefnum og sérstökum markmiðum nefndanna.

 

Tilkynna skal forseta um efni viðkomandi fundar með viku fyrirvara. Hver nefnd þarf að sjá um kynningu á ræðumanni.

 

Almenn atriði sem formenn og varaformenn nefnda þurfa að hafa í huga:

 

  • Tryggja þarf að nefndin sinni verkefnum sínum, m.a. útvegun fundarefnis, þótt nefndarformaður eða varaformaður forfallist.

 

  • Halda fundi, t.d. heima hjá nefndarmönnum til skiptis, og gera skriflega áætlun sem lögð er fram á klúbbþingi. Klúbbþing verður haldið 12. september 2007, 16. janúar 2007, og 16. apríl 2008, þau hefjast  kl.17:30.

 

  • Kynna sér Rótarýbókmenntir um málefni á sviði nefndarinnar.

 

  • Ýmis verkefni nefnda samtvinnast og er því áríðandi að tjáskipti verði sem mest á milli  nefnda.